- Advertisement -

Þingmenn XD gefa lítið fyrir Sigurð Inga

Sigurður Ingi er sýnilega skotmark þingmanna Sjálfstæðisflokksins.

Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins koma fyrir í frétt í Fréttablaðinu þar sem lítið er gert úr mætti Sigurðar Inga, formanns Framsóknar og samgönguráðherra.

„Þetta er þannig ástand að það verður að bregðast við sem allra fyrst,“ segir Jón Gunnarsson um bágt ástand varaflugvallanna, það er á Akureyri og Egilsstöðum.

„Ráðherra hefur ekki sýnt að hann ætli að setja fjármagn í varaflugvellina,“ segir Jón. „Með óljósum skilyrðum segir hann að Isavia eigi að fara í þessa uppbyggingu. Þá þyrftu þeir að draga úr framkvæmdum í Keflavík, sem ég sé ekki að sé lausn í málinu.“

Síðar segir í fréttinni:

Njáll Trausti.
Mynd: islendingur.is

„Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og flugumferðarstjóri, tekur í sama streng og Jón og Albertína, en hann hefur lagt mikla áherslu á flugöryggismál. „Fyrir eyju eins og Ísland, með umsvifamikinn flugrekstur, er það grundvallarþáttur að til sé öflugt varaflugvallakerfi í landinu. Þetta hefur ekki náð nægilega vel til eyrna framkvæmdavaldsins,“ segir hann.“

Síðan er vitnað til öryggisnefndar um flugvelli:

„Verkefnalisti vegna nauðsynlegrar endurnýjunar búnaðar á flugvöllum landsins er orðinn langur og fjölbreyttur vegna vanfjárfestingar síðustu ára. Þessi langvinna þróun veldur brestum í flugvallakerfinu sem almenningi eru huldir en eru engu að síður ógn við flugöryggi.“

Sigurður Ingi er sýnilega skotmark þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Miklu munar um hvað Jón Gunnarsson segir. Hann er formaður samgöngunefndar og fyrrverandi samgönguráðherra. En missti embættið við myndun ríkisstjórnarinnar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: