- Advertisement -

Þínir peningar notaðir til að arðræna þig

Sem sagt Baldvin og Óskar eru saman að stjórna Eimskipi sem almenningur á meirihluta í.

Katrín Baldursdóttir skrifar:

Peningarnir sem þú borgar í lífeyrissjóðinn þinn eru notaðir til að arðræna þig. Þetta hljómar eins og hver önnur sturlun en við nánari athugun er þetta svona. Og hvernig þá? Dæmi: Lífeyrissjóðirnir eru stærstu eigendur Eimskips en Samherji á hins vegar 27 prósent í félaginu. Og stjórnarformaður Eimskips er Samherjamaðurinn Baldvin Þorsteinsson sonur Þorsteins Más. Þannig fer Samherji með æðsta vald í Eimskipi og getur valsa með lífeyrissjóðspeningana okkar. Framtíðarfjárfesting launafólks í höndum Samherjasonarins Baldvins Þorsteinssonar. Hann hefur möguleika á að nota lífeyrissjóðspeningana okkar til að fjárfesta í leiðum til frekara arðráns.

Í stjórn Eimskips er líka Óskar Magnússon, einn eigandi Morgunblaðsins og einn varðhunda og hliðvarða Þorsteins Más í Samherjamálinu. Frægt var þegar Óskar lét Tryggingamiðstöðina lána Samherja einn milljarð til að kaupa í sjálfu sér árið 2006. Óskar var þá forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar. Sem sagt Baldvin og Óskar eru saman að stjórna Eimskipi sem almenningur á meirihluta í.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur sagt að það væri galin staða að Samherji stjórni Eimskipi í ljósi þess að lífeyrissjóðirnir eigi samanlagt ríflega 53 prósenta hlut í félaginu. Lífeyrissjóðirnir segjast hins vegar ekkert geta gert. Það er greinilega löngu kominn tími til að stokka upp í þessu lífeyrissjóðakerfi. Launafólk á að ráða því hvernig farið er með peningana sem það á.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: