- Advertisement -

Þjóðarsáttarsamningarnir mörkuðu upphaf mesta niðurlægingarskeiðs verkalýðshreyfingarinnar

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári.

Þjóðarsáttarsamningarnir eiga afmæli. Þar samdi verkalýðshreyfingin um að launafólk greiddi niður verðbólgu með umtalsverðri kjaraskerðingu mörg ár næstu árin. Grunnur samninganna var nýfrjálshyggjukenningar um jafnvægi í hagkerfinu og að verðbólga væri slíkur ógnvaldur verkafólk að það ætti að gefa frá sér kauphækkanir til að kveða hana niður. Mörg ár á eftir sinnti verkalýðshreyfingin engu kröfum verkafólks en setti þess í stað önnur mál á oddinn; stöðugleika, afgang á rekstri ríkissjóðs, inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru. Á þessum árum var verkamannabústaðakerfið lagt niður, félagslega íbúðakerfið stórskaðað, skattar á fyrirtækja- og fjármagnseigendur lækkaðir en skattar á launafólk hækkaðir, gjaldtaka tekin upp í heilbrigðis- og menntakerfi, eignir og auðlindir almennings færðar fáum auðmönnum án þess að verkalýðshreyfingin brigðist við að ráði. Þjóðarsáttarsamningarnir marka upphaf mesta niðurlægingarskeiðs verkalýðshreyfingarinnar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: