Við sjáum í fljótu bragði að það var ráðist í verulegar lækkanir á tekjuskatti einstaklinga á sama tíma og mikilvæg lögbundin verkefni voru vanrækt.
dagbjört Hákonardóttir.
„Ég var að fá í hendur svar við fyrirspurn minni frá hæstvirtum fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á sköttum og gjöldum í tíð fyrri ríkisstjórnar, frá ársbyrjun 2023 til ársloka 2024. Við sjáum í fljótu bragði að það var ráðist í verulegar lækkanir á tekjuskatti einstaklinga á sama tíma og mikilvæg lögbundin verkefni voru vanrækt. Gatið í ríkisfjármálum er staðreynd. Þjóðin fékk nóg af þessari efnahagsstjórn,“ sagði Dagbjört Hákonardóttir Samfylkingu.
„Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur ætlar ekki að senda venjulegu fólki í landinu reikninginn með hærri vöxtum og meiri skuldabyrði. Við vitum að við verðum að tryggja fjármögnun á verkefnum áður en við lofum öllu fögru. Stjórnarandstaðan getur varla talað um annað en skattahækkanir þessa dagana. Ég vil færa stjórnarandstöðunni fréttir. Það kostar peninga að fjármagna bráðnauðsynleg verkefni og það er loksins komin skýr pólitísk forgangsröðun í ríkisfjármálin. Ríkisstjórnin hefur kynnt sín á milli nýjan fjárauka þar sem m.a. á að leggja til 3 milljarða til viðbótar í vegakerfið okkar. Við ætlum að tryggja fjarskiptaöryggi og veita nauðsynlegt fé í lögregluna og sérsveitina. Síðan munu 550 milljónir sem mótframlag koma í veg fyrir sumarlokanir meðferðarúrræða vegna fíknisjúkdóma, enda fara fíknisjúkdómar ekki í sumarfrí,“ sagði Dagbjört.
Næst sagði Dagbört:
Eða er stjórnarandstaðan…
„Þetta eru bara nokkur atriði sem ég veit að almenningur í landinu kallar eftir að verði fjármögnuð og farið strax af stað í. En, forseti, þetta er bara byrjunin. Við erum ríkisstjórn forgangsröðunar og framkvæmda og það kallar bara á heiðarlegt samtal við þjóðina sem treystir okkur til að taka hugrakkar ákvarðanir til þess að gera það sem við sögðumst ætla að gera og þarf að gera. Og er það popúlismi, forseti, að fjármagna verkefni sín með sanngjarnri auðlindarentu og afnámi skattaglufa sem hefur helst gagnast hæstu tekjutíundunum? Eða er stjórnarandstaðan að kalla eftir því að við förum bara leiðina þeirra sem var að dæla tugum milljarða úr ríkissjóði án þess að fjármagna útgjöldin til fulls?
Ábyrg hagstjórn, sem byggist ekki síst á gildum okkar jafnaðarmanna, er forsenda þess að við getum sótt fram í velferðarmálum, í öryggismálum og öllum málum og passað betur upp á það sem við eigum hérna saman.“