- Advertisement -

ÞKRG: „Fyrirtæki munu fara á hausinn“

Albertína Friðbjörg Elísdóttir.

„Fyrirtæki munu fara á hausinn, það liggur fyrir. Það er hluti af markaðnum og þau áföll sem við höfum orðið fyrir flýta þeirri þróun,“ sagði ferðamálaráðherrann Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir á Alþingi í dag.

Albertína Friðbjörg Elísdóttir spurði: „Mun hæstvirtur ráðherra beita sér fyrir því að Seðlabankinn stígi inn í og bregðist við þeirri stöðu sem komin er upp gagnvart fjármögnun greinarinnar?“

„Og þegar spurt er hvort ég muni beita mér þegar kemur að Seðlabankanum þá er Seðlabankinn ofboðslega sjálfstætt stjórnvald og ég geri ráð fyrir því að þar séu þessir þættir greindir sömuleiðis. En ég vil bara að það komi fram að við höfum bæði verið að auka fjármagn í rannsóknir, í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða, erum að fara að segja frá úthlutunum þar mjög fljótlega, og höfum tekið á heimagistingu. Mitt seinna svar nýtist þá í að tala um það hversu mikla trú ég hef á þessari grein og framtíðarhorfum hennar,“ sagði ráðherra.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: