- Advertisement -

Þöggun og sannleikur

Það er hættulegt að fela sannleikann.

Vilhelm G. Kristinsson skrifar:

Útlendingar almennt, hælisleitendur, flóttamenn eru alls konar. Konur eru líka alls konar, karlar eru alls konar. Þess vegna er ekki hægt að setja þessa hópa fólks undir einn hatt.

Umræðuna verður að taka málefnalega um hvern og einn eftir tilefni. Það er ótækt að ekki sé hægt að fjalla á rökstuddan máta um það sem viðkomandi finnur neikvætt í fari einstaklinga eða hópa, og á erindi við almenning, án þess að fá á sig „fasistastimpil“. Slíkt leiðir til þöggunar sem er slæmt, ekki síst fyrir þá einstaklinga og hópa sem í hlut eiga. Þöggun kallar á „dómstól götunnar“.

Í Svíþjóð, sem dæmi, hafa verið miklir tilburðir til þöggunar. Æ fleiri eru að komast á þá skoðun að Svíar séu komnir út í horn í innflytjendamálum, þar sem illa gengur að aðlaga innflytjendur að samfélaginu. Árekstrar milli menningarheima eru daglegt brauð. Sumir eru þeirrar skoðunar að þöggunin hafi orðið til þess að öfgahópar í landinu hafi eflst til muna og þar með komið niður á innflytjendum.

Danir hafa þegar efnt til róttækra aðgerða þar sem þeir voru á sömu leið og Svíar og telja að breyta þurfi um kúrs. Munum að sannleikurinn (með stórum staf) er hafinn yfir alla fordóma. Það er hættulegt að fela sannleikann.

Fengið af Facebooksíðu höfundar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: