- Advertisement -

Þolir ekki stöðu Sjálfstæðisflokksins

„Það er ljóst að í þessu máli er for­ysta flokks­ins ein­angruð. Auðvitað á hún ein­hverja meðreiðar­sveina, en mér sýn­ist þeir vera mun færri,“ seg­ir Jón Kári og bæt­ir við að talað hafi verið um í upp­hafi sum­ars að nota skyldi sum­arið til að ræða orkupakka­málið við al­menna flokks­menn. „Það var aft­ur á móti ekk­ert rætt við okk­ur. Menn voru að vísu á ein­hverju landshornaflakki.“

Þetta er úr frétt í Mogganum í dag. Þar kemur fram hverslu alvarleg staðan er. Jón Kári Jóns­son, formaður fé­lags sjálf­stæðismanna í Hlíða- og Holta­hverfi. Hann gengst fyrir undirskriftasöfnun flokksmanna um að fram fari at­kvæðagreiðsla inn­an flokks­ins fyr­ir samþykkt eða synj­un þriðja orkupakka Evr­ópu­sam­bands­ins, sem rík­is­stjórn Íslands vill inn­leiða.

Jón Kári segir söfnunina ganga vel. Í Mogganum segir að mikil óeining sé í röðum sjálfstæðismanna, vegna orkupakkans.

„Minn boðskap­ur er af­skap­lega stutt­ur – ég er ekki að þessu til að klekkja á nokkr­um manni. Ég er að þessu til þess að fá fram vilja sjálf­stæðismanna og um leið ein­hverja vit­ræna niður­stöðu í þetta öm­ur­lega mál sem er að eyðileggja flokk­inn.“

„Það er ljóst að í þessu máli er for­ysta flokks­ins ein­angruð. Auðvitað á hún ein­hverja meðreiðar­sveina, en mér sýn­ist þeir vera mun færri,“ seg­ir Jón Kári við Moggann og bæt­ir við að talað hafi verið um í upp­hafi sum­ars að nota skyldi sum­arið til að ræða orkupakka­málið við al­menna flokks­menn. „Það var aft­ur á móti ekk­ert rætt við okk­ur. Menn voru að vísu á ein­hverju landshornaflakki.“

„Nei, eng­inn hef­ur látið heyra í sér þaðan. Ég hef hins veg­ar heyrt frá stór­um hópi al­mennra sjálf­stæðismanna og finn fyr­ir mikl­um stuðningi þaðan,“ svaraði hann um viðbrögð forystu flokksins.

Jón Kári seg­ir, í Mogganum, marga flokks­menn upp­lifa af­stöðu for­yst­unn­ar sem svik. „Að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn sé kom­inn inn í ein­hverja veg­ferð sem hann hef­ur aldrei verið á áður – að standa ekki í lapp­irn­ar þegar full­veldi þjóðar­inn­ar er ann­ars veg­ar. […] Ég bara get ekki þolað að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn sé kom­inn á þenn­an stað, það bara geng­ur eng­an veg­inn,“ seg­ir hann.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: