- Advertisement -

Þónusta sem kostar ekki krónu

Hvalur, Kristjáns Loftssonar, hefur aldeilis fengið fína þjónustu. Þrátt fyrir að ríkissaksóknari telji fyrirtækið hafa brotið lög. Ráðherrann breytti reglugerð að ósk Kristjáns og löggan reynir allt sem hún getur til að koma sér undan rannsókn á starfseminni. Svo er að sjá að þessi mikla fyrirgreiðsla kosti Hval og Kristján ekki eina krónu.

Hér eru sýnishorn úr frétt Fréttablaðsins í dag:

„Ríkissaksóknari telur að hvalveiðifyrirtækið Hvalur hf. hafi brotið reglur um vinnslu og heilbrigðiseftirlit á þriggja ára tímabili. Jónas Ottósson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á Vesturlandi, staðfestir að málið sé nú í rannsókn hjá embættinu.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Hvalveiðar lágu niðri 2016 og 2017 en árið 2018 breytti Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra reglugerðinni og felldi út skylduna til yfirbyggingar. Greint var frá því í fjölmiðlum að Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., hefði það ár sent Kristjáni bréf og beðið um að reglugerðinni yrði breytt.“

„Í apríl síðastliðnum felldi Ríkissaksóknari þá ákvörðun úr gildi eftir kæru Jarðarvina og fól lögreglustjóra að halda áfram rannsókn. Lögreglustjóri hætti rannsókn aftur í júlí, vísaði til fyrra bréfs og að rannsókn myndi ekki breyta sönnunarstöðu málsins í veigamiklum atriðum. Þegar Jarðarvinir kærðu þá ákvörðun í ágúst óskaði Ríkissaksóknari eftir afriti af gögnum málsins og röksemdum lögreglustjóra.

Ekki var fallist á röksemdir lögreglustjóra. Þann 15. nóvember felldi Ríkissaksóknari aftur niður ákvörðun hans um að hætta rannsókn og lagði fyrir hann á ný að ljúka henni.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: