- Advertisement -

Þórdís Kolbrún eða Guðlaugur Þór

Kanski er þetta fyrsta vísbendingin um að formaðurinn sé að íhuga lendingu.

Össur Skarphéðinsson skrifar:

Í stöðunni fannst mér vel til fundið hjá Bjarna að fela Þórdísi Kolbrúnu dómsmálin. Dómskerfið var komið í algjört uppnám, með landsrétt óvirkan, og mikið verk að greiða úr þeirri flækju.

Í þann mokstur þarf einhvern með meira en nasasjón af ráðuneytinu, þekkingu á lögfræði en fyrst og fremst „safe pair of hands.“ Allt þetta hefur hinn ungi ráðherra til að bera. Ekki er heldur ólíklegt að Bjarni sé að þyngja í henni pundið og sé kominn með auga á arftöku.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Kanski er þetta fyrsta vísbendingin um að formaðurinn sé að íhuga lendingu. Bjarni gæfi líklega vinstri höndina fyrir að tryggja að einhver annar en núverandi utanríkisráðherra verði eftirmaður hans. Ég er ekki viss um að hann ráði því. Það myndi þó líklega litlu breyta um líkurnar á að Þórdís Kolbrún verði í fyllingu tímans formaður flokksins.

Hún er ung að árum, vel heppnuð sem ráðherra, og á líklega – og vonandi – eftir að vaxa mikið sem stjórnmálamaður. Svo fremi hún vilji það sjálf er eiginlega klappað í stein að hún verði annar af næstu tveimur formönnum Sjálfstæðisflokksins.

– Og enginn þekkir iðrin í þeirri skepnu betur en ég!

Skrifin birtust á Facebooksíðu Össurar.


Booking.com

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: