- Advertisement -

Þórður Már harðneitar því að hafa hefnt sín á Eggerti Þór vegna Vítalíumálsins

Þórð­ur Már Jó­hann­es­son er hlut­hafi og fyrr­ver­andi stjórn­ar­formað­ur í Festi.

Þegar hann er spurður af blaðamanni Stundarinnar um að­komu sína að starfs­lok­um, brottrekstri eða uppsögn, Eggerts Þórs Kristó­fers­son­ar vís­ar Þórður til til­kynn­ingar al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins.

Eins og komið hefur fram sagði stjórn Fest­ar Eggerti upp í byrj­un júní af óljós­um ástæð­um, og voru vill­andi til­kynn­ing­ar send­ar til Kaup­hall­ar Ís­lands út af starfs­lok­um hans.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þórður segir að hann beri ekki ábyrgð á því að Eggerti var sagt upp störfum sem forstjóri almenningshlutafélagsins Festar og því er enn er óljóst af hverju Eggerti var skyndilega sagt upp störfum hjá fyrirtækinu

Stjórn Festar sendi frá sér tilkynningu um starfslok Eggerts þann 2. júní; þar kom fram að hann hefði óskað eftir því að segja upp; fjórum dögum síðar sendi stjórn Festar aftur frá sér tilkynningu; þar opinberaði stjórnin að hún hefði ætlað að segja Eggerti upp störfum, en að hann hafi kosið að segja upp sjálfur.

Seinni tilkynningin kom í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um mál hans og þannig má segja að tilkynning stjórnar Festar hafi verið villandi; honum voru settir afarkostir; ekkert bendir til að hann hafi verið að hugsa sjálfur að segja upp.

Enn sem komið er liggur ekki fyrir af hverju stjórnin vildi losna við Eggert: Þótt hún hafi sagt frá því í seinni tilkynningunni – eftir að hafa verið rekin til baka með fyrri tilkynninguna – að stjórnin hafi talið gagnlegt að breyta til og skipta um forstjóra:

„Stjórnin stendur við ákvörðun sína og byggir hana á því mati að félagið standi nú á tímamótum eftir mörg ár uppbyggingar og mótunar. Þessi tímamót, á sama tíma og samkeppni er að aukast á öllum rekstrarsviðum félagsins og ólík verkefni blasa við, kalla á nýja nálgun og nýjar hendur til að vinna verkin.“

Ekkert er að finna í rekstrarniðurstöðum Festar sem bendir til að Eggert hafi verið lélegur í starfi; þvert á móti; vísar stjórn Festar heldur ekki til þess að frammistaða hans sem forstjóra hafi verið óásættanleg og verðskuldað brottrekstur.

Kemur fram í grein Stundarinnar að heimildir hennar innan úr Festi segi að litlir sem engir kærleikar hafi verið á milli Eggerts og Þórðar á meðan þeir unnu saman fyrir Festi.

Vert er að geta þess að Þórður er stærsti einkafjárfestirinn í Festi í gegnum Fjárfestingarfélagið Brekku og líka að stjórn hlutafélaga ræður forstjóra þeirra; var Eggert því forstjóri í umboði stjórnar Festar á hverjum tíma.

Óhætt er að segja að eftir að mál Vítalíu Lazarevu kom upp á samfélagsmiðlum, þegar hún steig fram á Instagram og nafngreindi Þórð sem einn af gerendunum gegn sér í máli sem snerist um meint kynferðisofbeldi í sumarbústað stjórnarformannsins; samkvæmt frásögn hennar; greindi Eggert frá því að „hiti“ væri í fyrirtækinu vegna málsins:

„Ég hef fengið símtöl frá ýmsum aðilum varðandi málið en ekkert formlegt erindi hefur verið sent á mig eða félagið vegna málsins,“ sagði Eggert við Stundina í nóvember í fyrra.

Vítalía Lazareva sagði sögu sína í viðtali við Eddu Falak í ársbyrjun og greindi frá því sem gerðist í bústaðnum; varð mál hennar með þessu opinbert í fyrsta sinn.

Eftir þessa atburðarás hætti Þórður sem stjórnarformaður Festar; Guðjón Reynisson tók við:

Ein skýring á starfslokum Eggerts sem hefur verið áberandi í fjölmiðlum er sú að starfslokin tengist því hvernig hann kom að umræðu um mál Vítalíu innan Festar; hugmyndin er þá sú að Eggert hafi með tali sínu á opinberum vettvangi sem og innan félagsins átt þátt í því að grafa undan Þórði í stjórnarformannsstólnum. Og að starfslok Eggerts – samkvæmt þessari kenningu – megi rekja til nokkurskonar refsingar; jafnvel hefndar út af Vítalíumálinu.

Þórður segir í svari til Stundarinnar, sent í sms-skilaboðum, þar sem hann var spurður að þessu, neitar hann því að hafa komið að því að Eggerti var sagt upp fyrirvarlaust; spurning Stundarinnar var svohljóðandi:

„Komst þú með einhverjum hætti að því að hluthafa og fyrrverandi stjórnarformanni í Festi, Eggerti Þór Kristóferssyni, var sagt upp störfum hjá Festi?“

Svaraði Þórður með því að vísa í tilkynningu Festar til Kauphallar Íslands:

„Nei. Þú getur líka skoðað tilkynningu Festi frá sl. föstudag sem skýrir þetta.“

Svo mörg voru þau orð.

Eftir stendur að nú rannsakar Kauphöll Íslands hinar misvísandi tilkynningar frá Festi frá því í janúar; enda verður opinber upplýsingagjöf frá fyrirtækjum sem eru skráð á hlutabréfamarkað að standast skoðun.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: