- Advertisement -

Þorgerður Katrín segir Sjálfstæðisflokkinn ekki vilja kannast við eigin ábyrgð

„Brot gegn skyldu þessari varðar refsingu samkvæmt tollalögum, en þar er einnig að finna sams konar ákvæði um skyldu flugfélaga um afhendingu upplýsinga.“

Guðrún Hafsteinsdóttir.

Alþingi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra tókust á um hver beri ábyrgð á landamærum Íslands, það er í Leifsstöð. Þorgerður Katrín sagði:

„Hluti af því að stjórna er að reyna að hafa yfirsýn og yfirlit yfir það hvernig við stjórnum landamærunum. Nú er það svo að ekki hafa öll flugfélög afhent farþegalista. Það er annars hluti af eðlilegu regluverki og eðlilegri stjórnun, yfirsýn stjórnvalda hverju sinni, að þau hafi aðgang að þeim farþegalistum. Það hefur verið ýjað að því að það sé alls konar fólki að kenna að ekki sé stjórn á þessu, m.a. stjórnarandstöðunni hér, en Sjálfstæðisflokkurinn vel að merkja vill ekki kannast við eigin ábyrgð þegar kemur að stjórnun þessa málaflokks. Mér finnst það algerlega óviðunandi þannig að ég er bara að reyna að bregða birtu á þennan þátt: Hverjir eru það sem bera ábyrgð á því að flugfélögin vilja ekki afhenda farþegalista til íslenskra yfirvalda? Hverjir eru það sem bera ábyrgð á því? Eru það þeir sem stjórna eða eru það einhverjir aðrir?“

Þessu varð Guðrún að svara. Hún vitnaði til tiltekinnar lagagreinar um að flugfélögum væri skylt, samkvæmt þeim, að afhenda yfirvöldum lista yfir farþga áhafnir þeirra flugvéla sem hingað koma.

Brot gegn skyldu þessari varðar refsingu…

„Þessi skylda nær til allra flugfélaga sem fljúga hingað til lands. Brot gegn skyldu þessari varðar refsingu samkvæmt tollalögum, en þar er einnig að finna sams konar ákvæði um skyldu flugfélaga um afhendingu upplýsinga.

Tilskipun þessi kveður einnig sérstaklega á um hvernig yfirvöldum beri að meðhöndla og vinna farþegaupplýsingar auk þess sem sérstök ákvæði gilda um persónuvernd. Ísland er ekki aðili að tilskipuninni og hefur því efni hennar ekki verið innleitt í íslensk lög. Vegna þessa hafa tiltekin evrópsk flugfélög litið svo á að þeim sé ekki heimilt að afhenda íslenskum stjórnvöldum farþegaupplýsingar samkvæmt þeirra landslögum sem byggja á tilskipuninni, einkum með hliðsjón af lögum um persónuvernd,“ sagði Guðrún dómsmálaráðherra og síðar kom þetta:

„Evrópusambandið er sama sinnis hvað þetta varðar og hefur brugðist við með því að gera sérstaka tvíhliða samninga við ríki utan ESB sem heimila evrópskum flugfélögum að afhenda viðkomandi ríkjum þessar upplýsingar. Nú þegar hefur ESB gert slíka samninga við m.a. Bandaríkin og Kanada. Framkvæmdastjórn ESB hefur nú tekið ákvörðun um að gera sams konar samninga við öll Schengen-ríkin sem standa utan ESB, þar á meðal Ísland. Gert er ráð fyrir að samningaviðræður hefjist á næstu vikum eða mánuðum og að samningur verði undirritaður á þessu ári.

Rétt er að árétta að íslensk stjórnvöld fá í dag afhentar upplýsingar um 93% af öllum farþegum sem ferðast hingað til lands og má ætla að það hlutfall nái hátt í 100% í kjölfar þess að ofangreindur samningur við ESB tekur gildi.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: