- Advertisement -

Þorsteinn misbauð Þórhildi Sunnu

„Ég ætla rétt að vona að Þorsteinn Sæmundsson hafi ekki verið að prufukeyra nýja taktík í umræðum um þungunarrof á mér þegar hann spurði mig endurtekið hvort ég hefði persónulega reynslu af því í andsvörum við ræðu mína í kvöld,“ skrifar Þórhildur Sunna Ævarsdóttur Pírati um Þorstein Sæmundsson Miðflokki. 
„Ég ætla rétt að vona að þingkonur þurfi ekki almennt að eiga von á því að Miðflokksmenn spyrji þær út í sína „persónulegu reynslu“ af þungunarrofi þegar við höldum áfram umræðum um lög um þungunarrof í vetur. Þá yrði held ég ákveðnum botni náð á þeim bænum.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: