- Advertisement -

Þórunn, hver á munurinn á að vera?

Ekki er fólk að leggja til að menntun verði metin sem einskonar mannkostir?


Gunnar Smári skrifar:

Í Silfrinu kom fram hjá Þórunni Sveinbjarnardóttur, formanni Bandalags háskólamanna, að lægstu taxtar BHM væru 425 þús. kr. á mánuði. Lægstu taxtar Eflingar voru 267 þús. kr. fyrir hækkun samkvæmt nýgerðum kjarasamninga. Munurinn er var því 59% fyrir samningana, 158 þús. kr. Telur háskólamenntað fólk að þessi munur hafi verið of lítill? Eftir samningana hækkar lægsti taxti Eflingar upp í 284 þús. kr. en laun upp á 425 þús. kr. myndu hækka upp í 442 þús. kr. Munurinn er sama krónutala, 158 þús. kr., en hlutfallið lækkar úr 59% í 56%. Er það óásættanlegt? Hver á munurinn á milli lægsta taxta ófaglærðra og háskólamenntaðra að vera?

Hægt er að vefa upp einn mánuð í afborganir af námslánum með rúmlega 8% launamun. Seinni innkoma á vinnumarkað og í lífeyriskerfið gæti verið metið á um 15%, í mesta lagi 20%. Til að hægt sé að ræða kröfuna um að menntun sé metin til launa verður að leggja fram hvað það er sem á meta. Ekki er fólk að leggja til að menntun verði metin sem einskonar mannkostir, að skólagengið fólk eigi rétt á meiri virðingu svona almennt og yfirleitt?

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: