- Advertisement -

Þriðji hver þingmaður er ráðherra

„Hvar eru vinir skattgreiðenda í þessari ríkisstjórn? Hvar eru þeir?“

„Hér er fólk að velta fyrir sér skýringum á því hvers vegna svona fáir stjórnarþingmenn koma hér upp í ræðustól til að ræða mál eins og fjölgun ráðuneyta. Ein skýring gæti verið sú að næstum allir stjórnarþingmenn eru ráðherrar,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir á Alþingi.

„Einn af hverjum þremur, reiknast mér til, máladeildarmanneskjunni. Það gæti verið hluti af skýringunni. En að gamninu slepptu þá finnst mér það umhugsunarvert, kannski ekki með þingmenn Vinstri grænna en Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks: Hvar eru vinir skattgreiðenda í þessari ríkisstjórn? Hvar eru þeir?“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: