- Advertisement -

Þriðjungsfjölgun starfsmanna í forsætisráðuneytinu

KJ: Ég skammast mín ekki fyrir að setja þessa tölu fram í fjárlagafrumvarpi hvers árs.

Sigmundur Davíð:
Enda snýst þessi ríkisstjórn fyrst og fremst um kerfið og sjálfa sig.

„…ekkert ráðuneyti eykur útgjöld sín eins mikið og forsætisráðuneytið. Það gerir það m.a. með fordæmalausri fjölgun starfsmanna. Nýverið barst svar frá hæstvirtum forsætisráðherra um fjölgun starfsmanna ráðuneytisins sem sýndi fram á nærri þriðjungsfjölgun starfsmanna á örfáum árum. Ég hygg að ekki séu önnur dæmi um eins mikla fjölgun og eins hraða fjölgun í þessu ráðuneyti eða öðrum, a.m.k. ekki í seinni tíð. Til viðbótar við alla þessa fjölgun hefur núverandi ríkisstjórn slegið öll met í ráðningu pólitískra aðstoðarmanna og er raunar löngu komin upp í þak hvað það varðar, búin að nýta allar þær heimildir sem hún getur hugsanlega fundið til að fjölga aðstoðarmönnum. Enda snýst þessi ríkisstjórn fyrst og fremst um kerfið og sjálfa sig.“

Það var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sem þannig talaði á Alþingi fyrr í dag. Katrín Jakobsdóttir svaraði:

„Háttvirtur þingmaður þekkir vel forsætisráðuneytið enda gegndi hann embætti forsætisráðherra fyrr á tíð. Þá voru laun aðstoðarmanna stundum greidd á lið í fjáraukalögum í staðinn fyrir að koma bara hreint fram í upphafi og setja kostnaðinn fram á fjárlögum þar sem gert er ráð fyrir því að ráða megi fimm aðstoðarmenn, tvo aðstoðarmenn fyrir forsætisráðherra og þrjá fyrir ríkisstjórnina alla. Þetta hefur verið í lögum frá árinu 2013. Ég skammast mín ekki fyrir að setja þessa tölu fram í fjárlagafrumvarpi hvers árs með opnum og gagnsæjum hætti í staðinn fyrir að vera að færa til útgjöld vegna slíkra ráðninga í fjáraukalagafrumvarpi sem mér finnst enginn bragur á.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: