- Advertisement -

Þveröfugt hjá Mogganum

Niðurlag leiðara Moggans í dag er svona:

„Nú þegar skamm­tíma­samn­ing­arn­ir eru að mestu að baki og framund­an er vinna við gert næstu lang­tíma­samn­inga er eðli­legt að menn lýsi áhyggj­um af stöðu verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar. Öfgar, sundr­ung og lýðskrum inn­an verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar eru ógn við stöðug­leika og kjara­bæt­ur í land­inu. Von­andi tekst engu að síður að vinna að hags­mun­um al­menn­ings í þess­um efn­um, en víst er að það verður að óbreyttu ekki létt verk.“

Nýjustu fréttir af vinnumarkaði sýna óumdeilt að þarna veður Mogginn tóma villu. Meðan Efling landaði fínasta samningi við borgina hafa afleiðingar samningstilrauna milli Eflingar og Samtaka atvinnulífsins dregið dilk á eftir sér. SA hefur hreinsað út þá sem fremst stóðu í samningsgerð samtakanna. Þeir herskáu eru farnir. Komnir til annarra starfa.

Á sama tíma og hreinsanir voru hjá SA gekk Efling frá fínum samningi við allt annað fólk sem hugsar greinilega á annan hátt en baráttufólk Samtaka atvinnulífins. Sem og er farið til annarra verka. Bjartara er framundan.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: