Grein: Sigurjón Þórðarson, alþingismaður og formaður atvinnuvganefndar, skrifar:
Það er umhugsunarvert hversu billeg gagnrýni formanns Sjálfstæðisflokksins var á húsnæðispakka stjórnarinnar, í óundirbúinni fyrirspurn til forsætisráðherra.
Það var eins og búist var við fundið að öllu m.a. þeirri stefnu að auka framboð á húsnæði með skattbreytingum.
Hitt var undarlegra að fara í gegnum tillögur formannsins sjálfs en þær voru:
Þú gætir haft áhuga á þessum
- 1) Að ríkisstjórnin ætti að afnema stimpilgjöld af íbúðarkaupum einstaklinga – Óvart þá afnám Sjálfstæðisflokkurinn stimpilgjaldið fyrir nokkrum árum. Sjálfstæðisflokkurinn gerði það ekki fyrir einstaklinga heldur var niðurstaðan að aflsáturinn næði aðeins til útgerðarinnar.
- 2) Að ríkisstjórnin ætti að hækka endurgreiðslu á VSK af vinnu á byggingarstað – Óvart þá var það Sjálfstæðiflokkurinn sem lækkaði umrædda endurgreiðslu fyrir skömmu.
- 3) Að ríkisstjórnin ætti að breyta skipulagslögum í skyndi til að hraða uppbyggingu, í sömu mund og formaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi að byggja ætti of mikið í Úlfarársdal.