- Advertisement -

Því eru gerðar strangari kröfur til pöpulsins heldur en til ráðherra?

…að „vera svolítið sveigjanleg og umburðarlynd“.

Jóhann Páll Jóhannsson skrifar:

Almenningur fær þær leiðbeiningar á Covid.is að „hvar sem fólk kemur saman og í allri starfsemi þarf að hafa a.m.k. 2 metra á milli einstaklinga sem ekki deila heimili“. Skilaboð á síðustu upplýsingafundum hafa verið af sama toga, jafnvel þótt þessi fyrirmæli séu ekki sett formlega fram í auglýsingu (reglugerð) heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar (sem gerir bara kröfur á staðarhaldara og skipuleggjendur samkomna). Nú þegar ráðherra þverbrýtur reglurnar sem almenningi er sagt að fylgja, þá er brýnt fyrir okkur á upplýsingafundi almannavarna að „vera svolítið sveigjanleg og umburðarlynd“ og að gagnrýna ekki of harkalega. Hvers vegna eru gerðar strangari kröfur til pöpulsins heldur en þeirra sem stjórna landinu?


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: