- Advertisement -

Forsetinn talar enn um aukaatriði

Þorvaldur Gylfason.

„Ekki þykir mér gott að heyra forseta Íslands kvarta undan því að þingið hafi ekki fjallað efnislega um stjórnarskrármálið. Í fyrsta lagi fjallaði Alþingi rækilega um málið 2012-2013 og gekk með lítils háttar orðalagsbreytingum frá frumvarpi stjórnlagaráðs sem 67% kjósenda höfðu lýst stuðningi við 2012, en þingið sveikst um að staðfesta frumvarpið,“ skrifar Þorvaldur Gylfason.

„Í öðru lagi heldur forsetinn áfram að tala um aukaatriði varðandi forsetaembættið og lætur eins og aðalatriðin — auðlindir í þjóðareigu og jafnt vægi atkvæða — skipti ekki máli. Í þriðja lagi er Alþingi ekki stjórnarskrárgjafinn heldur fólkið í landinu. Bandaríkjaþing breytti ekki stafkrók í stjórnarskrárfrumvarpinu sem stjórnlagaþingið í Fíladelfíu skilaði af sér 1787,“ skrifar Þorvaldur á Facebook.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: