- Advertisement -

Hvað er verið að gera í málinu?

Þór Saari skrifar:

Norskur stórbanki segir Samherja upp sem viðskiptavini vegna dularfullra millifærslna sem eru óútskýrðar en virðast vera peningaþvætti. Nú er þetta blessaða fyrirtæki með höfuðstöðvar hér á landi og einhver banki hlýtur að vera viðskiptabanki þess. Það er svo sem vitað að Íslendingar standast ekki samanburð við Norðmenn þegar kemur að siðferði en skítt með það. Við höfum hér saksóknara og svo Fjármálaeftirlit með tugi manna í vinnu sem er vistað í Seðlabankanum. Hvað eru þessar stofnanir að gera í málinu og hver er viðskiptabanki Samherja og hvað er hann að gera? Það er að vísu vitað að Fjármálaeftirlitið hefur verið lamað frá upphafi vega og var hannað með það í huga, en með nýjum yfirmanni Ásgeiri Jónssyni sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra treystir persónulega, gæti maður ímyndað sér að eitthvað yrði gert í málinu. Nema þá að hann sé enn þá með Kaupthinking slæðuna fyrir andlitinu og hvorki heyrir né sér fréttirnar né finnur skítalyktina sem nær þó alla leið hér út á Álftanesið.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: