- Advertisement -

Er þögnin stóra fréttin?

Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri, skrifar:

Einu sinni sem oftar settist ég niður eftir kvöldmatinn og horfði á sjónvarpsfréttir. Ég velti því fyrir mér fyrirfram hvaða vinkill yrði tekinn á hreinsunarátaki stjórnvalda. Kannski yrði rætt um borgaralega óhlýðni, veggjakrot almennt, skilaboðin sem slík eða hver hefði fyrirskipað hreinsunina. Líklega hef ég alveg misst fréttanefið því ekki kom fram eitt aukatekið orð um málið í kvöldfréttum. Nú eða hitt sem væri öllu alvarlegra, að þessi þögn sé stærsta fréttin. Mynd: Þórsteinn Sigurðsson, og ætli við látum það ekki verða lokaorðin. Bon appetit.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: