- Advertisement -

Spilling

Jón Steinar Gunnlaugsson:

Þetta stendur gjarnan í tengslum við ráðstöfun fjár ríkisins og þá oftast í formi hlutabréfa þess eða eignarhluta í atvinnufyrirtækjum, oft í tengslum við sölu á slíkum verðmætum.

Að undanförnu hafa komið upp mál þar sem einstaklingar og hópar eru grunaðir um að hafa að ólögum náð sér í verulegar peningafjárhæðir vegna þess eins að þeir hafi komist í aðstöðu til þess.

Nýjustu dæmin eru kennd við Íslandsbanka og Lindarhvol. Þar hafa einstaklingar náð sér í háar fjárhæðir í tengslum við sölu hlutabréfa, sem verið hafa í eigu íslenska ríkisins. Það er eins og mannfólkið hafi tilhneigingu til að falla fyrir freistingum til að skara eld að eigin köku ef það einfaldlega telur sig komið í aðstöðu til þess og þá er sama hvað lögmætinu líður.

Mál af þessum toga hafa oft komið upp á Íslandi á undanförnum árum og áratugum. Jafnan er þolandinn þá íslenska ríkið eða með öðrum orðum almenningur í landinu. Þetta stendur gjarnan í tengslum við ráðstöfun fjár ríkisins og þá oftast í formi hlutabréfa þess eða eignarhluta í atvinnufyrirtækjum, oft í tengslum við sölu á slíkum verðmætum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Menn ættu að taka eftir því að misnotkun af þessu tagi kemur miklu síður upp þegar ráðstafað er eignarhlutum í fyrirtækjum í einstaklingseigu. Af hverju ætli það sé? Það er vegna þess að þá gæta eigendurnir sjálfir fjár síns og þeir sem sælast til þess verða þá að svíkja það úr höndum eigendanna sjálfra. Það er sjaldnast hægt vegna þess að eigendurnir gæta þess.

Af þessu má draga þá almennu ályktun að við ættum að hætta að gera íslenska ríkið að þátttakanda í rekstri fyrirtækja í atvinnulífinu. Hann á heima í höndum einstaklinga og félaga þeirra. Við gagngerar breytingar í þá átt myndi strax draga verulega úr spillingu á borð við þá sem þjóðin hefur mátt líða fyrir og lýst er að framan. Nóg er nú samt.

Greinin er fengin af Facebooksíðu Jóns Steinars Gunnlaugssonar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: