- Advertisement -

Fákeppni hefur stóraukist

Það gerir svo sem fyrirtækjunum ekkert til, þau munu bara velta þeim kostnaði út í verðlagið.

Ragnar Önundarson skrifar:

Óhugnanleg tíðindi leyndust í Mbl. í gær. Í viðtali við forstjóra Samkeppniseftirlitsins kemur fram að mörg samrunamál bíði afgreiðslu. Á starfstíma hans sl. 15 ár hefur fákeppni stóraukist. Afleiðingarnar eru tvenns konar: Annars vegar sjálftaka fyrir eigendur fákeppnisfyrirtækja gegnum verðlagið, vegna þess að slík fyrirtæki stunda ekki verðsamkeppni. Hins vegar sjálftaka stjórnenda þeirra á hverskonar launum og fríðindum, því eigendurnir verðlauna árvissan arð og hækkun hlutabréfanna á markaði. Með fákunnáttu sinni hefur samkeppniseftirlitið valdið óbætanlegu tjóni á samfélaginu.

Samkeppnislög eru samræmd og miðast við stóra og virka markaði. Þar komast fyrirtæki sem sameinast ekki upp með sjálftöku, því þau eiga sér alvöru keppinauta. Samrunar og yfirtökur verða því að ganga út á hagræðingu sem kemur viðskiptavinunum til góða, ekki bara eigendum og stjórnendum. 

Þú gætir haft áhuga á þessum

Fákeppni – fákunnátta – fábjánar.

Í viðtali forstjórans kemur fram að hann á í skilningsríku samtali við ráðuneytið um auknar fjárheimildir. Þær eru réttlættar með því að herða þurfi eftirlitið vegna vaxandi fákeppni, sem leiði af sér ólögmætt samráð, en stofnunin muni endurgjalda ríkissjóði með því að leggja sektir á fyrirtæki. Það gerir svo sem fyrirtækjunum ekkert til, þau munu bara velta þeim kostnaði út í verðlagið. Neytendur, almenningur, kjósendur borga. 

Fákeppni – fákunnátta – fábjánar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: