- Advertisement -

Fjármálaeftirlitið eltist við tittlingaskít

Sigurjón Þórðarson skrifar:

Hvaða grín er þetta hjá fjármálaeftirlitinu á sama tíma og Íslandsbanki er seldur að nóttu til m.a. til vina og vandamanna seljandans þ.e. Bjarna Ben fjármálaráðherra og manna sem m.a. eru grunaðir um alþjóðlega fjármálaglæpi.

Fyrir nokkru var ég skipaður sem varamaður í stjórn Byggðastofnunar á Sauðárkróki, sem væri ekki Í frásögur færandi, nema vegna þess að í kjölfarið upphófst furðulegt leikrit sem ekki sér fyrir endann á. Fyrst þurfti ég að fylla út nokkuð ítarlegan spurningalista um fjármál mín sem var í sjálfu sér lítið mál þar sem eignir eru litlar og skuldir engar og veita upplýsingar um þekkingu mína fjármálum og stjórnsýslu og síðan að skila inn afriti af vegabréfinu mínu inn til Byggðastofnunar.

Eitthvað hafa þessar upplýsingar þótt ófullnægjandi eða vafasamar allar, þar sem ég hef verið boðaður í 4 klst. hæfismat í Seðlabankanum þann 3. nóvember nk.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hvaða grín er þetta hjá fjármálaeftirlitinu á sama tíma og Íslandsbanki er seldur að nóttu til m.a. til vina og vandamanna seljandans þ.e. Bjarna Ben fjármálaráðherra og manna sem m.a. eru grunaðir um alþjóðlega fjármálaglæpi.

Það er kannski ekki von til þess að fáliðað fjármálaeftirlit Seðlabankans geti sinnt stórum málum sem skipta einhverju máli þegar tímanum er varið í að eltast við tittlingaskít.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: