- Advertisement -

Því leigja félagsbústaðir ekki íbúðir?

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, spyr:

Fyrirspurn til Félagsbústaða og bókun um nýja lántöku sjóðsins:

  • 1. Á hvaða grunni telja Félagsbústaðir það nauðsynlegt að kaupa/eiga allt húsnæði sem er á þeirra vegum með tilheyrandi viðhaldskostnaði?
  • 2. Hefur verið gerð úttekt á því hvort sé hagstæðara að leigja húsnæði af leigufélögum í stað þess að eiga allt húsnæði?
  • 3. Hver er viðhaldskostnaður kostnaður íbúða í eigu Félagsbústaða árið 2015, 2016, 2017, 2018 og það sem af er ársins 2019?
  • 4. Er viðhaldið boðið út til að fá hagstæðasta verð?

Enn er verið að taka veð í framtíðarútsvari Reykvíkinga og nú upp á tæpan 6.5 milljarð. Nú er trimmað upp að útboðið hafi verið á svo hagstæðum kjörum og að hluta af upphæðinni eigi að nota til að greiða upp óhagstæð lán hjá Félagsbústöðum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Samkvæmt málefnasamningi meirihluta borgarstjórnar og samþykktum velferðarráðs er gert ráð fyrir að félagslegum leiguíbúðum fjölgi um 600 á kjörtímabilinu 2018-2022. Áætlað er að helmingur upphæðarinnar nú fari í kaup á nýjum íbúðum. Óskiljanlegt er að Félagsbústaðir skoði ekki að gera leigusamninga við leigufélög í stað þess að standa í uppkaupum á íbúðum í samkeppni við íbúðakaupendur í Reykjavík.

Markmið Félagsbústaða hlýtur alltaf að vera til framtíðar litið að fólk festist ekki í kerfinu. Félagsbústaðir skapa afar neikvæðan hvata og stefna félagsins vinnur á móti því markmiði að allir geti keypt sér húsnæði með stórfelldum uppkaupum á íbúðum í Reykjavík.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: