- Advertisement -

Tólf ár frá hruninu – er allt gleymt?

„Sparisjóðir geta ekki keppt við einkabanka. Stjórnendur þeirra skortir aðhald frá eigendum,“ segir í skrifum Markaðarins, viðskiptakálfs Fréttablaðsins, í dag. Ljóst er að það hefur fennt í sporin. Við sem munum hrunið munum líka hvert „aðhaldið“ var frá þáverandi eigendum bankanna.

„Því verður reksturinn óhagkvæmari og lánakjör verri, sem leiðir til þess að viðskiptavinir leita annað. Þá eiga sjálfseignarstofnanir örðugt með að auka við „hlutafé“ til að fjármagna vöxt eða standast efnahagsáföll. Tvö blómaskeið sparisjóða hérlendis má rekja til þess að bankar voru ekki til eða starfsemi þeirra var heft. Stundum reynast draumar óraunhæfir,“ segir Markaðurinn.

Tilefnið er skrif Jóns Sigurðssonar, fyrrverandi Seðlabankastjóra og viðskiptaráðherra, um að tilefni sé til að breyta ríkisbönkunum í sjálfseignarstofnanir.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: