- Advertisement -

Treystir SA á að Alþingi stöðvi verkfallið

„SA ætlar ekki að semja við Eflingu. Gera kröfu um lagasetningu frá Alþingi. Það þarf mikla stjórnkænsku hjá VG til að hindra að eftirfarandi staða komi upp:

VG gæti endað með tvo kosti, báða hroðalega. Að setja lög á verkfall og lýsa yfir stríði við verkalýðshreyfinguna. Lifa mögulega þennan slag af en lenda svo í apríl í átökum við opinbera starfsmenn sem endanlega mun ganga frá flokknum,“ skrifar Ragnar Þór Pétursson, fyrrverandi formaður Kennarsambandsins.

„Hinn er að leyfa Sjálfstæðisflokki, Framsókn og Viðreisn (+ Miðflokki mögulega) að keyra lög í gegnum þingið.

Ég hygg að VG hugnist hið síðarnefnda og hinir raunverulegu valdhafar í landinu (sem sitja fæstir á Alþingi) vilja það líka. Þá myndi stjórnin væntanlega liðast í sundur um leið (Katrín gæti t.d. tekið svipaða útgönguleið og stöllur hennar í Skotlandi og Nýja-Sjálandi) og hægri stjórn taka við með það að markmiði að „tryggja öryggi og stöðugleika“. En að öllum líkindum myndi slík flétta enda í átökum í ætt við þau sem við þekkjum frá níunda áratugnum. Nánast borgarastríði á vinnumarkaði.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: