- Advertisement -

Um hátt matarverð sagði ráðherrann: „Fleira er matur en feitt kjöt“

„Er hæstvirtur ráðherra ánægður með þann kostnað sem íslenska landbúnaðarkerfið hefur í för með sér fyrir neytendur?

„Ég ætla bara að minna á, af því að háttvirtur þingmaður nefnir hátt verð á íslenskum landbúnaðarafurðum, að það er fleira matur en feitt kjöt,“ svaraði Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra, og greip þar til gamals auglýsingatexta þáverandi kjúklingabúsins að Sveinbjarnargerði á Svalbarðsströnd, þegar hann var inntur eftir hina háa matarverði hér á landi, eins og ný rannsókn ASÍ leiddi í ljós fyrr í vikunni.

Það var Þorsteinn Víglundsson sem spurði ráðherra landbúnaðar:

„Er hæstvirtur ráðherra ánægður með þann kostnað sem íslenska landbúnaðarkerfið hefur í för með sér fyrir neytendur? Og af því að ríkisstjórnin virðist vera að leita að einhverju útspili inn í kjaraviðræður spyr ég: Hefur hæstvirtur ráðherra dottið í hug að taka upp hátt matvælaverð hér á landi, vegna verndarstefnu íslenskra stjórnvalda í landbúnaði, og breyta því sem innleggi í kjaraviðræður?“

„Ég ætla ekki að svara sérstaklega fyrir verðkönnun ASÍ. Ég ætla bara að minna á, af því að háttvirtur þingmaður nefnir hátt verð á íslenskum landbúnaðarafurðum, að það er fleira matur en feitt kjöt,“ svaraði ráðherrann.

Þorsteinn var ekki hættur og talaði um landbúnaðarafurðir: „Kostnaðarauki matarkörfunnar liggur þar. Ég trúi ekki öðru en að stjórnvöld hafi eitthvað fram að færa í komandi kjaraviðræðum þegar ASÍ dregur fram þá mikilvægu staðreynd.“

Þá sagði ráðherrann, Kristján Þór:

„Ég var svo sem ekki með neinar ánægjuyfirlýsingar né harmagrát yfir því verði sem íslenskir framleiðendur fá fyrir vöru sína. Ég fagna því bara ef fólk í öllum atvinnurekstri getur haft þokkalega og góða afkomu af því sem það er að sýsla hverju sinni.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: