- Advertisement -

Undarlegt manntafl á Alþingi

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna á Alþingi, skýrir, á óskilanlegan máta, hvernig teflt er með þingmenn fram og til baka:

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir:
Það er ekki óeðlilegt að stjórnarmeirihlutinn bregðist við henni.

„Ég vil í ljósi þeirra orða sem féllu hér áðan upplýsa að þegar ljóst var að margir þingmenn væru á förum til útlanda og eftir samtöl ákvað Miðflokkurinn að taka inn varamann og til þess að við myndum jafna það út hafði ég samband við þingflokksformann Samfylkingarinnar og óskaði eftir því að fá að taka inn varamann þannig að við stæðum á jöfnu. Ég vil bara halda því til haga. Hún varð við þeirri ósk minni. Hins vegar kom svo í ljós í gær, og það er kannski eitt af því sem við þingflokksformenn þurfum að taka til umræðu, að Píratar höfðu tekið inn varamann sem við höfðum ekki vitað af þannig að það hallaði á í því samhengi, þ.e. þeir sem voru erlendis voru þá ekki lengur paraðir út, bara svo við höldum staðreyndum til haga. Mér finnst þessi regla góð, þ.e. að við getum parað út fólk og þurfum jafnvel ekki að leggja aukinn kostnað á þingið. En það þarf að halda hana í heiðri þegar slíkt er gert og í gær var það þannig að Píratar inn viðbótarmann sem við ekki vissum ekki af. Svo getum við ekki horft fram hjá þeirri uppákomu sem varð hér í gær. Það er ekki óeðlilegt að stjórnarmeirihlutinn bregðist við henni.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: