- Advertisement -

Úr nöldurhorni Moggans

„Sú stund hlýt­ur að vera runn­in upp að stjórn­völd höggvi á hnút­inn,“ segir í Staksteinum Moggans í dag. Horft er til ríkisvaldsins um að það gangi erinda millljónafólksins og stöðvi réttláta lífsbaráttu þess fólks sem verst er sett á vinnumarkaði. Ekki stórmannlegt þetta.

„Nú er haf­in vika sem get­ur haft veru­lega efna­hags­lega þýðingu fyr­ir þjóðina. Verk­föll Efl­ing­ar halda áfram og bú­ast má við að þau breiðist út, en þó þannig að þau kosti vinnu­deilu­sjóð Efl­ing­ar sem minnst en valdi at­vinnu­líf­inu sem mestu tjóni,“ segir í nöldurhorni Moggans.

Þarna látið sem það sé undrun að Efling láti ekki vinnuveitendur ráða hversu mikið er borgað. Þá myndi vinnudeilusjóðurinn tæmast á augnabliki. Efling hefur ekki aðgang að öðru en sjálfu sér. Von er að Moggastjórinn fatti þetta ekki. Hann situr í fyrirtæki sem hefur ógrynni skulda afskrifaðar.

„Í vik­unni hefst líka verk­bann, sem er gert til mót­væg­is við hin óeðli­lega skaðlegu skæru­verk­föll Efl­ing­ar, en verk­bannið hef­ur ASÍ ákveðið að kæra til Fé­lags­dóms og er það ekki eina málið sem tek­ist er á um fyr­ir dóm­stól­um í þess­ari hörðu deilu,“ segir nöldrarinn.

Svo er það ákall til ríkisstjórnarinnar:

„Nú er komið að því að grípa verður inn í. Ein leið væri miðlun­ar­til­laga, en það hef­ur lít­inn til­gang því að Efl­ing neit­ar að leyfa fé­lags­mönn­um sín­um að kjósa. Nema mögu­lega ef miðlun­ar­til­lag­an væri for­ystu Efl­ing­ar að skapi, en slíkt skil­yrði væri óviðun­andi. Fólk sem ekki vill leyfa kosn­ing­ar get­ur ekki fengið að halda efna­hags­lífi Íslands í helj­ar­greip­um. Sú stund hlýt­ur að vera runn­in upp að stjórn­völd höggvi á hnút­inn.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: