- Advertisement -

Útgerðarmenn vita upp á sig skömmina

Vandinn liggur í því þegar veiðar og vinnsla eru á sömu hendi.

Vilhjálmur Birgisson:

Mætti Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi í Kastljósi kvöldsins þar sem umræðuefnið var sá gríðarlegi verðmunur sem er á aflaverðmæti á makríll á milli Noregs og Íslands.

En frá árinu 2012 til 2018 munar að meðaltali 226% sem Norðmenn greiða meira fyrir makrílinn heldur en íslenskar útgerðir greiða. Vandinn liggur í því þegar veiðar og vinnsla eru á sömu hendi þá hafa útgerðarmenn á Íslandi komist upp með að ákvarða verðið nánast einhliða hvaða verð þeir eru tilbúnir að greiða íslenskum sjómönnum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það er mjög mikilvægt að allir átti sig á því að það eru ekki bara sjómenn sem verða fyrir tekjutapi vegna þessa, heldur hafa ríki og sveitarfélög orðið af milljörðum í skatttekjur.

Ég kem inn á það í þessu viðtali að í kjarasamningunum 2017 lagði ég fram tillögu við samninganefnd útgerðarmanna um að við kæmum okkur saman um að skipa 4 manna óháða rannsóknarnefnd sem hefði víðtækar heimildir til gagnaöflunar og hlutverk þessara óháðu nefndar væri að rannsaka þennan gríðarlega verðmun á milli landanna.

Viðbrögð við þessari tillögu voru ofsafengin og var henni alfarið hafnað sem segir mér að útgerðarmenn vita upp á sig skömmina í þessu máli!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: