- Advertisement -

Útsvarslækkun fyrir þau betur settu

Sanna: Þurfum útsvar af fjármangstekjum.

Sanna Magdalena Mörtudóttir:

Á borgarstjórnarfundi í gær, ræddum við m.a. tillögu sjálfstæðisflokksins um lækkun útsvars frá 14,52% niður í 14,00% Get ekki séð að flöt skattalækkun á alla, þjóni hagsmunum hinna verr settu. Svo ég segi það enn og aftur, þá þurfum við útsvar frá fjármagnseigendum inn í sameiginlegan sjóð okkar en ekki leiðir sem bjóða upp á það að hinir betur settu greiði minna til samneyslunnar.

Sú útsvarslækkun sem lögð er til hér, myndi leiða til þess að einstaklingur á lágmarkslaunum, með 300.000 krónur á mánuði, greiði um 1500 krónur minna mánaðarlega í útsvar og er ekki séð að slíkt bæti kjör hinna verr settu. Útsvarslækkun gerir það að verkum að sameiginlegur sjóður okkar borgarbúa minnkar en sameiginlegur sjóður okkar er nýttur til þess að veita þjónustu við borgarbúa. Útsvarslækkun myndi einnig fela í sér að hinir betur settu sem eru með hærri launatekjur, greiði minna til samneyslunnar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ef eitthvað er þá ætti Reykjavíkurborg að leita til hinna sveitarfélaga með það að markmiði að þrýsta á Alþingi til að leggja útsvar á fjármagnstekjur en þær bera ekkert útsvar líkt og launatekjur. Sé litið til tölfræðilegra upplýsinga síðasta árs, var greiddur fjármagnstekjuskattur 36,9 milljarðar, áætla má að 14,52% útsvar á sama skattstofn gæfi sveitarfélögum 26,8 milljarða króna í tekjur. Af þeirri fjárhæð má áætla að 35% rynni til Reykjavíkurborgar, ef fjármagnseigendur eru hlutfallslega jafn margir í borginni og á landinu öllu. Því má gera ráð fyrir að Reykjavíkurborg hefði geta fengið um 9,5 milljarða í borgarsjóð, þá fjármuni mætti nota til að bæta lífskjör þeirra sem verst standa í borginni.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: