- Advertisement -

Val margra er um að sleppa að borða eða að sleppa lyfjum?

Hvar á þetta fólk að skera niður? Á það að skera niður lyfin?

„Vannæring, einmanaleiki allan sólarhringinn, einangrun, enginn til að ræða við, depurð, kvarta ekki, enginn að hugsa um þau, ótryggt fæðuöryggi, fæðuframboð lítið, slæmt næringarástand, vilja ekki láta hafa fyrir sér,“ þannig lýsti Guðmundur Ingi Kristinsson stöðu margra Íslendinga, þegar hann talaði úr ræðustól Alþingis í dag.

„Þetta á við um aldraða sem hafa minna en 200.000 kr. til ráðstöfunar í hverjum mánuði og eru á aldrinum 77–93 ára og útskrifuðust af öldrunardeild Landspítalans. 70% öryrkja eru með um 200.000 kr. til að lifa af. Það eru á annað þúsund öryrkjar sem hafa orðið fyrir búsetuskerðingum og útlit er fyrir að þeir búi við búsetuskerðingar áfram þó að það sé búið að standa yfir síðustu tíu árin og að það muni standa næstu árin vegna þess að ríkið segir að svo flókið sé að reikna þetta út,“ sagði þingmaðurinn.

Og hann var ekki hættur: „Ég spyr í lok hvers mánaðar: Hvar á þetta fólk að skera niður? Á það að skera niður lyfin? Ég held að margir séu búnir að því. Á það að skera niður mat? Fólk er að skera niður mat, það á ekki fyrir mat í lok mánaðarins. Það sem er kannski skelfilegast í þessu er hversu mörg börn eru á framfærslu þessa fólks, þ.e. hjá á annað þúsund manns sem búa við búsetuskerðingar og hjá öryrkjum, 70% sem eru undir lágmarksframfærslu.“

Og hverjar eru afleiðingarnar?

„Ef við horfum á afleiðingar af vannæringu sjáum við að vannæring leiðir af sér pirring, óróa, minnisleysi, þunglyndi, kvíða og minnkandi hreyfihæfni. Er þetta það sem við erum að bjóða þeim sem verst staddir eru þarna úti?“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: