- Advertisement -

Valdið er Bjarna og bara Bjarna

Núverandi varaformaður Framsóknar, Lilja Alfreðsdóttir, er nú í sporum Sigurðar Inga. Hún þarf að bíða milli steins og sleggju þar til Bjarna þóknast að lesa frumvarpið hennar. Lifir það eða deyr?

Sigurjón Magnús Egilsson skrifar:

Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður Framsóknar, hefur lokið við gerð frumvarps um fjölmiðla og kynnt þingflokkum samstarfsflokkanna í ríkisstjórninni. Athyglisvert er, að enginn þingmaður Sjálfstæðisflokksins, virðist hafa mótað sér skoðun um ágæti eða galla frumvarpsins. Þingflokkurinn hefur, allur sem einn, tekið sér frest. Ástæðan er sú að Bjarni formaður brá sér af bæ.

Menntamálaráðherrann og þingflokkur Sjálfstæðisflokksins bíða nú þess sem Bjarni mun segja. Verði hann lítt hrifinn er málið dautt. Flóknara er það ekki.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs.
Bjarni beitti neitunarvaldi Sjálfstæðisflokksins og gerði þáverandi varaformann Framsóknar afturreka með fullunnið frumvarp. Endurtekur sagan sig núna?

Í tíð ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar var núverandi formaður Framsóknar, varaformaður síns flokks og sjávarútvegsráðherra. Hann vann baki brotnu að breytingum á lögum um stjórn fiskveiða. Keikur mætti hann með fullunnið frumvarp á ríkisstjórnarfund. Bjarni sagði nei. Beitti neitunarvaldinu sem hans flokkur einn hefur.

Núverandi varaformaður Framsóknar, Lilja Alfreðsdóttir, er nú í sporum Sigurðar Inga. Hún þarf að bíða milli steins og sleggju þar til Bjarna þóknast að lesa frumvarpið hennar. Lifir það eða deyr?

Hér á vefnum var þetta skrifað í apríl 2015. Minnir um margt á stöðuna sem nú er uppi:

„Framsóknarflokkurinn þarf að lúta í gras, aftur og nýbúinn. Sjálfstæðisflokkurinn hefur betur í átökunum sem eru milli flokkanna. Framsóknarflokkurinn, með varaformanninn í öndvegi, varð að beygja af leið og afleggja annars tilbúið lagafrumvarp um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Sjálfstæðisflokkurinn beitti neitunarvaldið og sá til þess að frumvarpið var ekki lagt fyrir Alþingi.

En hvers vegna? Jú, vegna þess að Framsóknarflokkurinn gat ekki sæst á tvær veigamiklar kröfur Sjálfstæðisflokksins. Sú fyrri var um að skýrt yrði kveðið á um að veiðiheimildirnar yrðu eign útgerðarinnar og hins vegar að öll kvótaviðskiptin yrðu gerð fyrir opnum tjöldum, á kvótaþingi. Þetta varð til þess að Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra fór í fýlu, sagði frumvarpið ekki verða lagt fram á þessu þingi og ekki heldur á því næsta. Sigur Sjálfstæðisflokksins, sem vildi halda lögunum óbreytt, varð algjör.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: