- Advertisement -

VANNÆRING ALDRAÐRA-ÖLDRUÐUM EKKI BOÐINN 1. FLOKKS MATUR!

„Samfélag, sem kennir sig við velferð hefur ríkar skyldur. Ein þeirra er að láta sig hag eldri borgara varða.“

Þannig byrjar forustugrein, sem Kolbrún Bergþórsdóttir ritar í Fréttablaðið í dag. Það heyrir til tíðinda, að dagblöðin taki afstöðu með eldri borgunum á þann hátt sem Kolbrún Bergþórsdóttir gerir í Fréttablaðinu í dag. Fjölmiðlar hafa ekki fremur en stjórnmálamenn verið mjög jákvæðir í garð eldri borgara.

Tilefni greinar Kolbúnar er rannsókn sem Berglind Soffía Blöndal gerði á næringarástandi aldraðra en hún var að útskrifast af öldrunardeild Landspítalans. Hún rannsakaði hóp eldri borgara og niðurstaðan var sú, að eldri borgararnir hefðu ekki nærst nægilega og þjáðst auk þess að depurð, þunglindi og einmanaleika. Þetta er alvarleg niðurstaða. Hún leiðir í ljós,að það er ekki aðeins verið að halda kjörum aldraðra niðri við fátæktarmörk heldur er einnig verið að stefna heilsu aldraðra í hættu með vannæringu á stofnunum þar sem aldraðir vistast. Því má bæta við, að auk þess eru gæði matar sem öldruðum bjóðast á stofnunum oft verri en meðalgæði matar,sem í boði eru. Það er einnig alvarlegt mál.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Björgvin Guðmundsson skrifaði.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: