- Advertisement -

Vanur gamblari í ríkisstjórninni

Fjármálaráðherrann er vanur að taka áhættu. Hann var á fleygiferð í viðskiptum fyrir hrun. Þá tók hann margar áhættur. Sem flestar, ef ekki allar, fóru illa. Brotlentu. Oftast var gamblað með annarra manna peninga.

Nú hefur ríkisstjórnin ákveðið að ganga þennan sama veg. Ákveðið er að hlusta ekki lengur á okkar færustu sérfræðinga. Nú vantar peninga í kassann og þá skal tekin áhætta með opnun landamæranna. Mammon ræður för.

Aðrir ráðherrar í ríkisstjórninni verða að líta til hvernig fjármálaráðherranum gekk á sínum tíma áður en þeir elta hann út í ófæruna. Eftir að ráðherrar tilkynntu um að nú tæki lausungin við hefur allt farið til verri vegar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Verstu spár virðast ætla að ganga eftir. Sérfræðingarnir eru ekki að fara í kosningaslag. Öfugt við ráðherranna. Djarft verður teflt. Við erum peðin á skákborðinu. Og getum ekki annað. 

-sme

e.s. ætli lögreglan sé langt komin með rannsóknina á Ásmundarsalsmálinu? Eða hvað?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: