- Advertisement -

Var logið í Mike Pence, eða laug hann?

Frábær fréttaskýring Ívars Valgarðssonar í Mogganum í gær.

Mike Pence og Guðlaugur Þór sátu fund í gær. Að lokum fundi þakkaði varaforsetinn íslenskum stjórnvöldum, að hafa ekki lagt lið sitt við fyrirætlanir Kínverja. Sem hefur ekki verið gert. Bara alls ekki. Hvers vegna gekk varaforsetinn að öllum nálægum hljóðnemum til að lýsa gleði sinni með afstöðu Íslendinga?

Því hélt Mike Pence að svo væri? Laug hann vísvitandi? Kom eitthvað fram á fundinum með Guðlaugi Þór sem gaf honum tilefni til gleðilátanna? Eftir á segir Guðlaugur Þór að þetta hafi ekki verið nákvæmt hjá varaforseta Bandaríkjanna. Ekki nákvæmt? Hann fór með rangt mál. Hann laug. Eða hvað? Var hann blekktur?

Má vera að íslenski ráðherrann hafi verið svo undirgefinn og aumur að hann hafi gefið í skyn að íslensk stjórnvöld hafi gert það sem þau hafa ekki gert? Svo virðist sem Mike Pemce hafi ekki haft einn einasta áhuga á viðskiptasamningum. Og nánast engan á Íslendingum. Hins vegar ótrúlega mikinn á Kínverjum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það er gott að „fyrirmennið“ sé farið. Það sem hann segir og gerir hefur ekki mikið að segja. Bandaríkjunum er stjórnað eftir hugdettum og geðsveiflum eins manns. Þar á Mike Pence sáralítið erindi.

Eftir stendur, var hann blekktur eða er hann úti að aka?

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: