- Advertisement -

Varð ekki hissa á hugmyndum Bjarna

Fólk með 800 þúsund í laun þarf enga skattalækkun.

Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambandsins skrifar:

Ólíkt kollegum mínum hjá hinum stéttarfélögunum varð ég alls ekkert hissa þegar Bjarni Ben lagði fram skattatillögur sínar. Þetta var í takt við það sem rætt hafði verið um langa hríð.

Róttækari skattabreytingar hefðu þýtt meiriháttar stefnubreytingu. Annars er ég persónulega alls ekkert á því að hér þurfi gríðarlegar skattalækkanir á línuna. Fólk með 800 þúsund í laun þarf enga skattalækkun. Bara alls ekki.

Þvert á móti vantar sárlega fé til að reka t.d. heilbrigðis- og menntakerfin. Það er enn töluvert langt í það að framlög til fræðslumála nái því sem var fyrir hrun.

Indriði Þorláksson hefur sýnt fram á að ýmsir eðlilegir tekjustofnar séu vannýttir hér á landi. Ég held þó að það sé alveg eðlilegt að skattkerfinu sé beitt til að styðja við þá sem verst standa í íslensku samfélagi og það þarf augljóslega að taka á félagslegum undirboðum og laga hér fasteignamarkaðinn.

Fyrst og fremst þarf samt að leggja grunn að nýrri þjóðarsátt um það hvert við stefnum. Að skapa stöðugleika í skökku og ranglátu samfélagi er eins og að skrúfa saman brotinn fót þannig að beinendarnir nái ekki saman. Svoleiðis samfélag getur aldrei staðið undir sjálfu sér.

Fengið af Facebooksíðu Ragnars Þórs.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: