- Advertisement -

Vaxandi titringur í Valhöll

Valhöll verður að taka þetta mál alvarlega.

Styrmir Gunnarsson.

„Um þessar mundir eru þrír aðilar að framkvæma kannanir á fylgi flokka, þ.e. Gallup, MMR og Zenter-rannsóknir. Niðurstaða tveggja hinna síðarnefndu er mjög svipuð, tölur Gallup hafa verið ívið hagstæðari fyrir Sjálfstæðisflokkinn. En niðurstaða allra þriggja er gersamlega óviðunandi fyrir þennan 90 ára gamla flokk. Forystusveit flokksins hefur augljóslega tilhneigingu til að taka þessar niðurstöður ekki alvarlega.“

Þannig skrifar Styrmir Gunnarsson. Hann opnar glugga Valhallar upp á gátt. Ljóst er að þar fer um margan manninn. Eðlilega.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Styrmir hefur áhyggjur að forystan taki núverandi stöðu ekki alvarlega.

„Það geta orðið örlagarík mistök. Verði niðurstaða kosninga á svipuðum nótum mun þingmönnum Sjálfstæðisflokksins fækka enn og líkur á endurheimtun meirihluta Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn Reykjavíkur nánast engar,“ skrifar ritstjórinn fyrrverandi og eggjar sitt lið:

„Það verður að bregðast við þessari stöðu og fyrstu viðbrögðin eiga augljóslega að vera ítarleg könnun á því hvað veldur því að flokkurinn hefur misst svo mjög traust kjósenda. Í ljósi slíkrar ítarlegrar könnunar fer bezt á því að ræða svo málið fyrir opnum tjöldum. Valhöll verður að taka þetta mál alvarlega.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: