- Advertisement -

Vilhjálmur: Svöruðum ákalli Seðlabanka og drógum er kauphækkunum

…afsöluðu sér hluta kauphækkana til að þóknast Seðlabanka og ríkisstjórn…

Björgvin Guðmundsson skrifar:

Í útvarpsþættinum,Vikulokin, í gær var rætt um kjarasamningana og m.a. gagnrýni Seðlabankans á ákvæðið um, að samningum yrði sagt upp, ef stýrivextir yrðu ekki lækkaðir um nægilega marga punkta.

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, var meðal þátttakenda í þættinum. Hann var mjög hneykslaður á viðbrögðum Seðlabankans og sagði: Við gerðum það, sem Seðlabankinn bað okkur að gera og þá bregst bankinn svona við. Vilhjálmur sagði: Við svöruðum ákalli Seðlabankans. (Ákallið var, að við skyldum draga úr kauphækkunum í upphafi samningstímans, hafa kauphækkanir „hóflegar“).

Þú gætir haft áhuga á þessum
Katrín og Bjarni ásamt Sigurði Inga.
En verkalýðsleiðtogarnir voru ekki aðeins að svara ákalli Seðlabankans. Síðasta laugardag fóru þeir að hitta forsætisráðherra og fjármálaráðherra. Boðskapur þeirra í kjaramálunum var skrifaður inn í stjórnarsáttmálann.

En verkalýðsleiðtogarnir voru ekki aðeins að svara ákalli Seðlabankans. Síðasta laugardag fóru þeir að hitta forsætisráðherra og fjármálaráðherra. Boðskapur þeirra í kjaramálunum var skrifaður inn í stjórnarsáttmálann. Og sá boðskapur var fluttur mánuðum saman áður en formlegar kjaraviðæður hófust og enn hert á honum við gjaldþrot WOW air. Í stuttu máli sagt var boðskapurinn þessi: Litlar sem engar launahækkanir!
Verkalýðsfélögin hafa ekki viljað taka upp SALEK fyrirkomulagið í kjaramálum; þau hafa réttilega bent á, að með því væru þau að afsala sér samningsumboðinu í kjaramálum. En mér virðist, að í nýafstaðinni kjaradeilu hafi verkalýðsleiðtogarnir eigi að síður gert það með því að svara jákvætt ákalli Seðlabankans og stjórnvalda:

Verkalýðsfélögin afsöluðu sér ákveðnum hluta kauphækkana á fyrsta ári nýs samnings til þess að þóknast Seðlabanka og ríkisstjórn!!

Það var lægst launaða verkafólkið, sem var látið gjalda fyrir þetta launaafsal. Þeir sem síst skyldu. Verkafólkið verður að láta sér nægja 248 þús. kr. eftir skatt í laun á mánuði frá 1. apríl á þessu ári til 1. apríl á næsta ári. Slík smánarlaun voru harðlega gagnrýnd af verkalýðsfélögunum í upphafi kjaradeilunnar. Það er mjög ámælisvert að hafa fallist á slík lúsalaun.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: