- Advertisement -

Veðsettur vínkjallari og koníaksstofa

„Sjáiði ekki veisluna,“ sagði Árni Matt. Gæjarnir í Gamma töldu sig sjá veisluna. Þeir innréttuðu bæði vínkjallara og koníaksstofu í „vinnustaðnum“ sínum. Hvorki þeir né félagið höfðu minnstu efni á ruglinu svo einhverjir aðrir ámóta, í öðru kompaníi og í öðru húsi, lánuðum þeim hálfan milljarð með veði í húsinu og þá kannski sérstaklega í vínkjallaranum og koníaksstofunni.

Áður var sagt: „Eftir einn ei aki neinn“. Hvers vegna vita flest okkar. Gæjarnir í Gamma, sem höfðu bæði vínkjallara og koníak eins og hver gat í sig látið, töldu sig vita betur. Þeir náðu til sín ótal peningnum héðan og þaðan. Lögðu á ráðin og brotlentu. Allsgáðir? Það hefur ekki komið fram. Í frétt Moggans í morgun er einhvers onar innihaldslýsingin á geggjuninni. Lær hana fylgja með hér að neðan. Eftir lestur hennar vaknar sá grunur að víðar séu vínkjallarar og koníaksstofur. Allt of víða.

-sme

Gefið var út trygg­inga­bréf á hús­eign­ina 2. maí í fyrra. Gerði Gamma Capital Management þá kunn­ugt um að til trygg­ing­ar skil­vísri og skaðlausri greiðslu á öll­um skuld­um og fjár­skuld­bind­ing­um við Kviku banka væri gefið út 500 millj­óna bréf. Sam­kvæmt heim­ild­um blaðsins þarf upp­hæðin ekki að end­ur­spegla ná­kvæm­lega verðmæti eign­ar­inn­ar. Á hinn bóg­inn hljóti fjár­hæðin á trygg­inga­bréf­inu að fara nærri áætluðu verðmæti eign­ar­inn­ar, svo trygg­ing­in haldi.

Sam­kvæmt af­sali sem gefið var út í októ­ber 2013 keypti GAM Management hf., sem þá var til húsa að Klapp­ar­stíg 19, eign­ina af Dalsnesi ehf. Um­samið kaup­verð kom ekki fram á af­sal­inu, né held­ur virðist kaup­samn­ing­ur hafa verið birt­ur. Hins veg­ar voru gef­in út tvö veðskulda­bréf á eign­ina í októ­ber 2013 að fjár­hæð 80 og 120 millj­ón­ir króna en kröfu­hafi var Arion banki.

Á vefsíðu Gamma er fjallað um sögu Garðastræt­is 37. Húsið sé byggt árið 1939 í fúnkís­stíln­um og sé eitt fyrsta slíka húsið á Íslandi. Arki­tekt var Gunn­laug­ur Hall­dórs­son en húsið var reist fyr­ir Magnús Víg­lunds­son at­hafna­mann sem keypti lóðina árið 1936.

Fyrstu árin hafi húsið varið heim­ili Magnús­ar en jafn­framt hafi hann stýrt rekstri sín­um þaðan. Magnús hafi síðar boðið húsið til sölu 1965.

Rík­is­sjóður hafi þá keypt húsið. Meðal ann­ars hafi þar haft aðset­ur Tunnu­verk­smiðja rík­is­ins og hin sögu­fræga Síld­ar­út­vegs­nefnd sem húsið hafi síðar verið kennt við.

Húsið var selt í annað sinn og fluttu aug­lýs­inga­stof­an Fíton og marg­miðlun­ar­fyr­ir­tækið Atóm­stöðin þangað um alda­mót­in. Gamma tók því næst við hús­eign­inni.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: