- Advertisement -

Vegurinn til helvítis

Alþingi / „Stundum er sagt að vegurinn til helvítis sé varðaður góðum ásetningi,“ segir í ræðu Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þegar þingmenn ræddu tuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti.

„Það er verulega óheppilegt að ekki skuli vera fleiri þingmenn á Alþingi sem sjá sér fært að lýsa skoðunum sínum á þessari risavöxnu aðgerð ríkisstjórnarinnar, verulega óheppilegt, vegna þess að það eru mjög stór atriði sem mér finnst að þurfi að útkljá í þessum sal fyrir allra augum. Að afstaða annarra þingmanna í stjórnarandstöðunni sé skýr. Hvað er þessi góði ásetningur, sem stjórnarliðar telja eflaust að leiði okkur, ekki til helvítis heldur eitthvert annað, væntanlega á betri stað? Mér þykir leitt að heyra ekki meira af því. Það eru vonbrigði,“ sagði Þórhildur Sunna.

Hér er öll ræðan.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: