- Advertisement -

Veikt fólk hefur ekki efni á lyfjum

Einstaklingur með barn spyr: Hvernig á ég að fara að þessu? Hvað á ég að gera? Ég hef ekki efni á leigunni, ég hef ekki efni á að fæða börnin mín og ég hef ekki efni á að borga til baka skerðingarnar.

Guðmiundur Ingi Kristinsson.
Ég hef ekki efni á að fæða börnin mín.

„Nýleg könnun Félagsvísindadeildar Háskóla Íslands sýnir svart á hvítu stöðu þeirra verst settu í okkar samfélagi, veiks fólks sem hefur ekki efni á lyfjum, mat, læknisþjónustu. Hvaða afleiðingar hefur það fyrir fólk að lifa í ævarandi fátækt? Fólk sem þarf að lifa áratugum saman í fátækt tapar árum af ævi sinni. Könnun sýndi það að fólk sem þarf að lifa við viðvarandi fátækt getur tapað nokkrum árum og allt upp í áratug af ævi sinni. Það er okkur til háborinnar skammar að vera með þannig kerfi,“ þetta sagði Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokki fólksins, á Alþingi í gær.

„Á morgun, þ.e. í dag, er skerðingardagurinn mikli. Þá er fólk skert hjá Tryggingastofnun ríkisins, sumir alveg ótrúlegum upphæðum. Sumir eru að skerðast vegna þess að þeir höfðu ekki sett og gátu ekki sett inn réttar upphæðir t.d. frá lífeyrissjóði. Hvaða afleiðingar hefur það ef þú ert að fá lífeyrissjóðsgreiðslur tvö, þrjú ár aftur í tímann og þetta kemur allt í einni bendu inn í kerfið? Jú, þú lendir í alls konar sköttum, hátekjuskatti, þú verður fyrir skerðingum, keðjuverkandi skerðingum. En til þess að fá þetta leiðrétt þarftu að vera snillingur í því að kæra. Annars er þetta tapað fé vegna þess að þessar hækkanir eru allar teknar af þér ári seinna, þannig að þetta er mjög ósanngjarnt.

Einstaklingur sýndi mér í gær skerðingarnar sínar. Á sama tíma og viðkomandi er að fá tugþúsundir króna skerðingar þá er hún líka að fá tugþúsunda króna hækkun á leigu. Einstaklingur með barn spyr: Hvernig á ég að fara að þessu? Hvað á ég að gera? Ég hef ekki efni á leigunni, ég hef ekki efni á að fæða börnin mín og ég hef ekki efni á að borga til baka skerðingarnar. Kannski að þessi ríkisstjórn myndi vilja vakna og upplýsa þennan einstakling og segja honum hvað hann á að gera. Og af þessu gefna tilefni: Ríkisstjórn, hættið að skatta fátækt.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: