- Advertisement -

Velferðin: Borgin neglir öryrkjana

Þuríður Harpa Sigurðardóttir.
Segir hún þetta þýða að fólk verði áfram í framfærsluvanda og jafnvel í verri stöðu.

Nýjasta fréttin úr velferðarríkinu íslenska er afar sérstök. Nokkrir öryrkjar ná smá lagfæringu á kjörum sínum og samstundis sér Reykjavíkurborg sér leik á borði og hirðir ávinninginn.

Í frétt í Fréttablaðinu í dag segir: „Félagsbústaðir lækka sérstakan húsnæðisstuðning hjá þeim öryrkjum sem fengu bætur sínar leiðréttar samkvæmt lagasetningu í sumar. Í borgarstjórn Reykjavíkur hefur ekki verið rætt um að hækka viðmiðin til þess að leiðréttingin skilaði sér til íbúanna.“

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, er til viðtals vegna framgöngu borgarinnar:

Heiða Björg Hilmisdóttir.
Mér sýnist ríkið vera að hækka lífeyrisgreiðslur en lækka húsnæðisbætur á móti.

„Þessi keðjuverkun sem á sér stað sýnir hvað kerfið okkar er rosalega götótt,“ segir Þuríður. „Það er hörmulegt að horfa upp á að þegar öryrkjar ná fram einhverri réttarbót, að þeir fá einhverja peninga í vasann, þá sé það tekið til baka í einhverju öðru formi. Eins og í þessu tilviki í lækkun húsnæðisstuðnings.“ Segir hún þetta þýða að fólk verði áfram í framfærsluvanda og jafnvel í verri stöðu.“

Svo er þetta svar eða viðbrögð gerandans:

Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir að ef viðmiðum húsnæðisstuðnings yrði breytt yrði það að hanga saman við viðmið ríkisins um húsnæðisbætur. Þessi mál séu endurskoðuð um hver áramót. „Mér sýnist ríkið vera að hækka lífeyrisgreiðslur en lækka húsnæðisbætur á móti. Við erum aðeins með viðbót fyrir allra tekjulægsta hópinn,“ segir hún.

Þau sem skilja svar Heiðu Bjargar rétti upp hönd.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: