- Advertisement -

Verðbólgan varð til í kjölfar óábyrgrar efnahagsstjórnar

Heimilisbókhald landsmanna versnar um hver mánaðamót og ævisparnaður fólks brennur upp á báli vaxta og verðbóta.

Eyjólfur Ármannsson Flokki fólksins.

„Frumvarp ríkisstjórnarinnar til fjárlaga fyrir árið 2024 svarar í engu ákalli þjóðarinnar um raunverulegar aðgerðir í baráttunni við verðbólguna. Sú verðbólga sem við nú glímum við varð til í kjölfar óábyrgrar efnahagsstjórnar sitjandi ríkisstjórnar á síðasta kjörtímabili auk utanaðkomandi áhrifa,“ segir meðal annars í ræðu Eyjólfs Ármannssonar Flokki fólksins.

„Verðbólgan hefur aðeins vaxið og reynst langvinnari en helstu greiningaraðilar gerðu ráð fyrir, enda var ekki búist við aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar. Heimilisbókhald landsmanna versnar um hver mánaðamót og ævisparnaður fólks brennur upp á báli vaxta og verðbóta. Á sama tíma yppta ráðherrar öxlum yfir ástandinu og setja ábyrgðina á millitekju- og láglaunafólk, sem dirfðust að gera kröfu um að lægstu laun rýrnuðu ekki að raungildi við gerð kjarasamninga síðastliðið vor.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: