- Advertisement -

Verður að stöðva fjölgun mannkyns

Það þarf eng­an spek­ing til að sjá að í óefni stefn­ir.

Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur skrifaði merka grein sem birt var í Mogganum í gær. Þorsteini eru umhverfismálin, og hvert stefnir, hugleikinn. Þorsteinn dregur upp ákveðna mynd af því sem hann telur vera mesta vandann.

„Ef ekki tekst að stöðva fjölg­un mann­kyns og snúa þró­un­inni við, missa all­ar aðrar aðgerðir í um­hverf­is­mál­um marks. Þá verða menn að sætta sig við orðinn hlut og búa sig sem best und­ir það sem koma skal: breytt veðurfar, bráðnun jökla, hækk­andi sjáv­ar­stöðu, sí­vax­andi flótta­manna­straum, þverr­andi auðlind­ir og alls kyns meng­un sem óhjá­kvæmi­lega leiðir af fjölg­un fólks. Menn ættu ekki að láta blekkj­ast af þeirri tál­sýn að sárs­auka­litl­ar aðgerðir muni leysa þann stór­fellda vanda sem við okk­ur blas­ir.“

Skoðum aftur skrif Þorsteins:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Kona nokk­ur í Þýskalandi, Verena Brunschweiger, mennta­skóla­kenn­ari á fer­tugs­aldri, hef­ur vakið tals­verða at­hygli og nokk­urn úlfaþyt með bók sem hún gaf út ný­lega þar sem hún hvet­ur fólk til að draga úr barneign­um og seg­ist sjálf ætla að neita sér um að eiga barn. Bend­ir hún á töl­ur sem sýni að slík stefna yrði miklu áhrifa­meiri en að draga úr flug­ferðum eða selja bíl­inn. Ólík­legt verður að þó telj­ast að Verena fái miklu breytt. Meðfædd hvöt fólks til barneigna er sterk­ari en svo að for­töl­ur sem þess­ar hafi veru­leg áhrif.“

Þorsteinn bendir sterkt á að betur þarf að gera.

„Þær aðgerðir í um­hverf­is­mál­um sem menn hafa rætt um í al­vöru eru góðra gjalda verðar. Þær munu þó ekki ná til­gangi sín­um ef ekki er tek­ist á við rót vand­ans sem við er að glíma, en það er fólks­fjölg­un­in í heim­in­um. Mann­fjöldi á jörðinni er nú sagður 7,7 millj­arðar og hef­ur þre­fald­ast á síðustu 70 árum. Það þarf eng­an spek­ing til að sjá að í óefni stefn­ir. Eina þjóðin sem reynt hef­ur að stemma stigu við fólks­fjöld­an­um er Kín­verj­ar sem gáfu út til­skip­un þess efn­is árið 1980 að fjöl­skyld­ur mættu aðeins eiga eitt barn. En jafn­vel í því mikla stjórn­valds­ríki sem Kína er reynd­ist þetta ill­fram­kvæm­an­legt og hafði reynd­ar þær ófyr­ir­séðu af­leiðing­ar að drengj­um fjölgaði mjög um­fram stúlk­ur. Frá ár­inu 2015 hef­ur hjón­um í Kína verið heim­ilt að eiga tvö börn. Er því spáð að öll­um höml­un­um á barneign­um verði senn aflétt því að stjórn­völd hafi þung­ar áhyggj­ur af fjár­hags­leg­um af­leiðing­um þess að ungu starf­andi fólki fækki hlut­falls­lega meðan öldruðum fjölgi.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: