- Advertisement -

Verður Helgi Magg næsti formaður?

Sigurjón Magnús skrifar:

Þetta var annar „glæpurinn“ sem þáttastjórnandi fann til að gera Guðrúnu erfitt fyrir. Mér fannst að ekki hafi verið hlustað á það sem Guðrúnu hafði fram að færa.

Horfði og hlustaði á sæmilegan hluta viðtals Stefáns Einars Stefánssonar á Moggasjónvarpinu við þær Áslaugu Örnu og Guðrúnu Hafsteins. Sitt í hvoru lagi. Á þeim tíma sem ég hlustaði bar langhæst þegar Stefán Einar bar á Guðrúnu að hún væri handbendi Helga Magnússonar.

Helga sem er bakhjarl Viðreisnar, eða var hið minnsta kosti. Það þekki ég á eigin skinni. Nóg um það. Stefán Einar bar á Guðrúnu að hún gengi veg Helga og Ólafs Arnarsonar á dv.is. Ég opnaði dv.is og fann ekkert sem bendir til að svo sé. Leitaði kannski ekki nóg.

Stefán Einar leitaði í fortíðinni. Og fann að þegar Guðrún var kjörin formaður Samtaka iðnaðarins og tók við formennskunni af Helga Magg. Þá vildu samtökin að sótt yrði um aðild að ESB. Guðrún sagði þá í sjónvarpsviðtali að fyrir lagi loforð um að kosið yrði um aðildarviðræður.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þetta var annar „glæpurinn“ sem þáttastjórnandi fann til að gera Guðrúnu erfitt fyrir. Mér fannst að ekki hafi verið hlustað á það sem Guðrúnu hafði fram að færa. Málalokin virtust hafa verið ákveðin áður en yfirheyrslan hófst. Eitt er víst að Helgi Magg er ekki í framboði til formanns í Sjálfstæðisflokki.

Hvað Áslaugu Örnu varðar var hún spurð um tengsl við Moggann þar sem faðir hennar er formaður. Hún sagðist vera í framboði á eigin vegum. Það var talið rétt og gilt svar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: