- Advertisement -

Verður í alvöru að lækka veiðigjöldin?

Verður í alvöru að lækka veiðigjöldin?

Meginrök ríkisstjórnarflokkanna í vilja sínum til að lækka veiðigjöldin eru þau að fjárfestingar í sjávarútvegi hafi verið svo mikil:

„Þorskveiði, makrílveiðar og vinnsla gengu vel og meira var framleitt á þessu tímabili af verðmætari afurðum. Verð afurða á erlendum mörkuðum var hagstætt og ekkert skip var í slipp á tímabilinu. Þá eru auknar fjárfestingar félagsins á undanförnum misserum í nýjum skipum og aflaheimildum að skila sér með skýrum hætti í aukinni arðsemi.“

Þetta er bein tilvitnun í Guðmund Kristjánsson forstjóra Brims. Fréttin er í Mogga dagsins. Þar segir:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Hagnaður Brims á þriðja ársfjórðungi nam 17,8 milljónum evra, jafnvirði 2,4 milljarða króna, en nam 8,2 milljónum evra yfir sama tímabil ári fyrr. EBITDA nam 28,1 milljón evra á þriðja fjórðungi, jafnvirði 3,8 milljarða króna, samanborið við 13,5 milljónir evra yfir sama tímabil 2018. Rekstrartekjur yfir tímabilið námu 67,7 milljónum evra, jafnvirði 9,2 milljarða króna, samanborið við 49,2 milljónir evra 2018.

Þá eru auknar fjárfestingar félagsins á undanförnum misserum í nýjum skipum og aflaheimildum að skila sér með skýrum hætti í aukinni arðsemi.

Hagnaður Brims það sem af er ári nemur 28,5 milljónum evra, jafnvirði 3,9 milljarða króna en nam 11,2 milljónum evra á fyrstu níu mánuðum síðasta árs. EBITDA það sem af er ári nemur 51,3 milljónum evra, jafnvirði tæplega 7 milljarða króna, samanborið við 24,1 milljón evra fyrstu níu mánuði ársins 2018. Rekstrartekjur jukust einnig og námu 177,7 milljónum evra, jafnvirði 24,2 milljarða króna króna, samanborið við 149,2 milljónir evra 2018.

Eignir Brims í lok þriðja ársfjórðungs námu 664 milljónum evra, jafnvirði 90,5 milljarða króna. Skuldir félagsins námu 368,3 milljónum evra, jafnvirði 50,2 milljarða króna en höfðu staðið í 387,6 milljónum evra um áramótin síðustu.

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri félagsins, segir að félaginu hafi gengið vel á þriðja ársfjórðungi og það sem af er ári hafa skip félagsins dregið 110 þúsund tonn úr sjó.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: