- Advertisement -

Ríkið ver hlutafé illa rekinna fyrirtækja

Forseti borgarstjórnar, Pawel Bartozsek Viðreisn, er ekki samþykkur ráði ríkisstjórnarinnar, með að borga laun á uppsagnarfresti. Hann skrifar í Fréttablaðið í dag. Í grein hans segir:

„Ef fyrir­tæki geta ekki greitt laun í upp­sagnar­fresti eru þau í reynd gjald­þrota og þá er þegar til sjóður, Ábyrgðasjóður launa, sem gerir upp van­goldin laun við slíkar að­stæður. Þegar ríkið á­kveður að greiða laun í upp­sagnar­fresti án kröfu um gjald­þrot er það því varla að verja at­vinnu eða tekjur launa­fólks. Það er að verja hluta­fé.“

Pawel heldur áfram: „Hluta­fé­lög með tak­markaða á­byrgð eru stór­kost­leg upp­finning. Þau gera fólki mögu­legt að fara út í rekstur án þess að hætta á að tapa al­eigunni ef reksturinn gengur ekki vel. En þeir sem leggja til eða kaupa hluta­fé vita líka að þetta er alltaf á­hættu­fjár­festing sem getur auð­veld­lega glatast öll. Það gerist líka oft. Ef þeir sem fyrir­tækið skuldar hafa trú á því að það geti starfað á­fram og greitt til baka þá geta þeir samið um af borganir og haldið fyrir­tækinu lifandi. En ef kröfu­hafarnir hafa sjálfir ekki slíka trú er ekki sjálf­gefið að ríkið eigi að leysa þá af hólmi og gefa fyrir­tækinu peninga til að það geti haldið sér á f loti. Raunar ætti það helst aldrei að gera það.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: