- Advertisement -

Verkafólk er ekki tilraunadýr

Verkalýðsfélögin og SA sömdu um minni launahækkanir fyrsta ár nýs samnings en næstu ár á eftir. Augljóst er, að þetta var gert til þess að þóknast stjórnvöldum og Seðlabankanum.

Björgvin Guðmundsson.

Verkalýðsleiðtogarnir ákváðu að verða við því beina eða óbeina erindi stjórnvalda að halda launahækkunum „hóflegum“ fyrsta ár nýs kjarasamnings. Ekki veit ég hvort þetta var formleg eða óformleg ákvörðun. En það leyndi sér ekki, að vegna erfiðleika og gjaldþrots WOW air fór krafturinn úr verkalýðsbaráttunni. Ég gagnrýndi strax fyrstu frestun verkfalls. Sennilega hefði þá verið rétt að upplýsa um raunverulega ástæðu þess að verkfalli var frestað.

Bæði Ragnar Þór formaður VR og Sólveig Anna, formaður Eflingar hafa viðurkennt, að gjaldþrot Wow air og erfiðleikar félagsins hafi haft mikil áhrif á verkalýðsbaráttuna og verkföllin.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Verkalýðsfélögin og SA sömdu um minni launahækkanir fyrsta ár nýs samnings en næstu ár á eftir. Augljóst er, að þetta var gert til þess að þóknast stjórnvöldum og Seðlabankanum. Gylfi Zoega hagfræðingur, fulltrúi í peningastefnunefnd, beindi því beinlínis til verkalýðshreyfingarinnar að draga úr launahækkunum og sagði, að ef það yrði gert væri unnt að lækka vexti. Sett var inn í kjarasamninginn, að ef vextir mundu ekki lækka mætti segja samningunum upp. Seðlabankastjóri og fleiri gagnrýna, að þetta ákvæði sé sett inn í kjarasamninginn og segja, að það geti jafnvel haft öfug áhrif.

Ég tel alveg óvíst,  að „fórn“ verkalýðshreyfingarinnar skili árangri .Ég kalla það fórn að falla frá hluta kauphækkana í trausti þess að vextir lækki. Alls óvíst er, að það gangi eftir. Þetta er „tilraun til vaxtalækkunar“.

Verkafólk á ekki að fórna sér fyrir tilraunir.

Það er búið að dæma lægst launaða launþegann til þess að vera í heilt ár á lúsalaunum, 248 þús. kr. á mánuði eftir skatt. Hvers vegna! Jú, vegna tilraunar til vaxtalækkunar. Verkafólk er ekki tilraunadýr Ekki var farið í kjarabaráttuna og verkföll til þess að þannig færi .Það voru mistök að gera þetta, slæm mistök.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: